Fótbolti

Vísa í Harald hár­fagra, rúnir og norður­ljósin í nýrri lands­liðs­treyju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland í nýju landsliðstreyjunni.
Erling Haaland í nýju landsliðstreyjunni. Fotballandslaget

Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu spila í nýjum landsliðstreyjum þegar þeir mæta Tékkum á Ullevaal leikvanginum í þessari viku.

Landsliðstreyjan var kynnt fyrir norskum fjölmiðlum í dag og þar er fullyrt að þar fari tæknivæddasta landsliðstreyja sögunnar, það er hjá Norðmönnum.

„Aðeins það besta er nógu gott fyrir landsliðin okkar. Það hugsað út í minnstu smáatriði til að passa upp á það að þessi treyja passi fyrir öll möguleg veður. Á sama tíma höfðum við sótt í söguna landsliðsins við hönnun hennar,“ sagði Jan Ove Nystuen, umsjónarmaður verkefnisins hjá norska sambandinu.

Meðal þessa sem tengir við söguna er sverð víkingsins Haraldar hárfagra Noregskonungs og þá er númerið og nafn leikmannsins einnig í rúnaletursstíl.

„Útivallartreyjan sótti innblástur í norðurljósin þar sem ís og norðurljós eru lykilorðin,“ sagði Nystuen.

Haraldur hárfagri var Noregskonungur á landnámsöld og hans er getið í mörgum Íslendingasögum, þar með talinni Egils sögu Skalla-Grímssonar. Valdabarátta hans er sögð hafa verið ein ástæða þess að Ísland og aðrar eyjar í norðanverðu Atlantshafi byggðust á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×