Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 10:35 Árni Stefán viðurkennir í greininni meðal annars að hafa ekki náð að gera bragarbót á rafmagnsinnstungum í íbúðinni. Margt sem Sigurbjörg hafi kvartað yfir sé þó henni sjálfri að kenna. Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. Þetta segir Árni Stefán lögfræðingur sem er þekktur fyrir hagsmunagæslu sína þegar kemur að dýrum í aðsendri grein á Vísi. Sigurbjörn Hlöðversdóttir 62 ára öryrki lýsti því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hún óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða Árna um endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Blekkingar af ásetningi Rætt var við Sigurbjörgu í fréttum Stöðvar 2 þriðjudagskvöldið 12. mars. Hún sagði Árna Stefán sem leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið gæti verið mannsæmandi. Ástandið versnaði dag frá degi. Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu á Austurgötu 10 þegar hún ræddi við blaðamann. „Af greinilegum ásetningi að blekkja þá, landsmenn og koma höggi á mig af því að ég vann ekki á þeim hraða sem hún krafðist án tillits til svigrúms míns, vinnu minnar og einkalífs. Um hvað ræðir verður fjallað um í þessari skoðun. Útleiga Austurgötu 10 bar upp með mjög skömmum fyrirvara og jákvæðni mín og almennt rösk fram ganga til verka sagði mér; þetta hefst örugglega á ásættanlegum tíma fyrir S. Þar brást mér bjartsýni mín enda spiluðu líka fjölmörg ófyrirsjáanleg atriði inn í áætlun mína.“ Boð til Grindvíkinga Árni Stefán rekur sögu hússins í greininni en það er friðað timburhús frá árinu 1913. Fékk hann 400 þúsund króna styrk frá Hafnarfjarðarbæ á dögunum til endurbóta. „Þangað til sl. haust var eigninni lítið viðhaldið innandyra og var hún að mestu sjarmerandi upprunaleg. Utandyra hefur verið skipt um þakklæðningu og á vordögum verður skipt um bárujárn á veggjum. Sama og ekkert hefur verið átt við upprunalegt ástand eignarinnar frá byggingu utan þess að veggir voru klæddir og fallegt nýtt furugólf sett á stærstan hluta jarðhæðar, utan eldhús sem var upprunalegt þangað til sl haust þegar það var tæmt, byrjað að laga veggi og gólf og stóð þannig autt þangað til í des. á síðasta ári en nokkru áður eða um það leiti að náttúruhamfarir hófust í Grindavík þá var þeim og innviðaráðuneytinu boðið húsnæðið til tímabundinna afnota fyrir Grindvíkinga,“ segir Árni Stefán. Sigurbjörg hafi komist að boðinu til Grindvíkinga og gengið hart á eftir því að fá húsið til leigu í því ástandi sem þá var og staðið hafði til að bæta úr og gera hæft til íbúðar. „Í því felst að meginefni að ganga frá eldhúsi og baðherbergi sem þá var hvorttveggja autt. Þannig tók núverand leigjandi við húsnæðinu eftir að hann féllst á tillögu mína um leigu krónur 200. þús. innifalið rafmagn og hiti. Skv. lauslegri athugun minni væri hægt að leigja umrætt húsnæði á um 340. þús. skv. leigu vísitölu væri það í íbúðarhæfu ástandi.“ Brenndur af fyrri leigjendur Árni segist hafa þann 8. mars fallist á að gera tólf mánaða leigusamning og þrjátíu daga skriflegan úrbótafrest. Árni hafi ætlað að gefa sér helgina til að ganga skriflega frá samningum en Sigurbjörg í millitíðinni ákveðið að segja blaðamanni sína hlið. „Síðustu samskipti 8. mars sem fólu í sér tilboð mitt til 12. mánaða leigu og 30 daga skriflegan úrbótafres og samþykkti leigjandi það eins og neðangreind skjáskot sýna. Skrifa átti undir leigusamning 10 mars en 9. mars hefur leigjandi samband og spyr af hverju ég sé ekki komin og í kjölfarið virðis hún hafa haft samband við visir.is - svona hefur leigjandi verið fram og til baka í öllum okkar samskiptum, segir eitt klukkan eitt og svo er það breytt nokkrum mínútum seinna.“ Árni birtir skrifleg samskipti þeirra Sigurbjargar í skoðunargrein sinni, segist hafa sætt hótunum Sigurbjargar að leita til fjölmiðla og varað hana á móti við því að hún gæti misst húsnæði sitt. Þá beri hún sjálf ábyrgð á sumum þeim hlutum sem hún hafi kvartað til fjölmiðla, svo sem ljósamálum í kjallara þar sem hún hafi komið upp gistiaðstöðu fyrir vin sinn sem glími við fíkn. Árni Stefán segist brenndur af því að leigja annað húsnæði til einstaklings í neyslu og krafist þess að vini Sigurbjargar yrði vísað úr kjallaranum. Vill grafa stríðsöxina Þá snertir Árni Stefán á ásökunum Sigurbjargar um húsbrot. Hann hafi einu sinni ákveðið að fara inn í íbúðina vegna áhyggja af ástandi Sigurbjargar sem hafi verið búin að vera veik í langan tíma. Hann fullyrðir að fyrri leigusalar Sigurbjargar í Hveragerði hafi þurft að vísa Sigurbjörgu út vegna sóðaskapar. Þá rekur Árni Stefán samskipti þeirra Sigurbjargar ítarlega, lýsir erfiðleikum í samskiptum en segir hana ekki siðblinda þrátt fyrir fullyrðingar um að hún hafi blekkt blaðamann. „Hún er engu að síður sjúklingur enda kynnir hún sig sem öryrkja, sem ég tel að þurfi aðhlynningu á þágu betri líðan. Að blekkja blaðamenn í góðri trú, meiða æru mína og foreldra minna með þeim hætti sem hún gerði kallaði á að brýnt var að andmæla henni með rökstuðningi,“ segir Árni Stefán sem viðurkennir að geta verið hvatvís í samskiptum. „Mín skoðun er sú að háttalag sitt hafi hún hreinlega ekki ráðið við og er það afsakanlegt en hef ég tjáð henni, síðast í fyrradag: gröfum hið liðna og hjálpumst að svo þú getir gengið glöð inn í komandi sumar,“ segir Árni sem vill grafa stríðsöxina. Sigurbjörg megi ekki lokast inni í heimi þráhyggju um að hann sé að vega að henni af ásetningi. „Þar finnst mér hún óneitanlega innilokuð núna og þarf hjálp út. Hún vaktar alla sem hún þekkir og á samskipti við með þeim hætti að hugsa: er fólkið að fara að gera mér eitthvað, svo vel þekki ég hana í dag.“ Hafnarfjörður Leigumarkaður Tengdar fréttir Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 13. mars 2024 12:18 „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta segir Árni Stefán lögfræðingur sem er þekktur fyrir hagsmunagæslu sína þegar kemur að dýrum í aðsendri grein á Vísi. Sigurbjörn Hlöðversdóttir 62 ára öryrki lýsti því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hún óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða Árna um endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Blekkingar af ásetningi Rætt var við Sigurbjörgu í fréttum Stöðvar 2 þriðjudagskvöldið 12. mars. Hún sagði Árna Stefán sem leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið gæti verið mannsæmandi. Ástandið versnaði dag frá degi. Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu á Austurgötu 10 þegar hún ræddi við blaðamann. „Af greinilegum ásetningi að blekkja þá, landsmenn og koma höggi á mig af því að ég vann ekki á þeim hraða sem hún krafðist án tillits til svigrúms míns, vinnu minnar og einkalífs. Um hvað ræðir verður fjallað um í þessari skoðun. Útleiga Austurgötu 10 bar upp með mjög skömmum fyrirvara og jákvæðni mín og almennt rösk fram ganga til verka sagði mér; þetta hefst örugglega á ásættanlegum tíma fyrir S. Þar brást mér bjartsýni mín enda spiluðu líka fjölmörg ófyrirsjáanleg atriði inn í áætlun mína.“ Boð til Grindvíkinga Árni Stefán rekur sögu hússins í greininni en það er friðað timburhús frá árinu 1913. Fékk hann 400 þúsund króna styrk frá Hafnarfjarðarbæ á dögunum til endurbóta. „Þangað til sl. haust var eigninni lítið viðhaldið innandyra og var hún að mestu sjarmerandi upprunaleg. Utandyra hefur verið skipt um þakklæðningu og á vordögum verður skipt um bárujárn á veggjum. Sama og ekkert hefur verið átt við upprunalegt ástand eignarinnar frá byggingu utan þess að veggir voru klæddir og fallegt nýtt furugólf sett á stærstan hluta jarðhæðar, utan eldhús sem var upprunalegt þangað til sl haust þegar það var tæmt, byrjað að laga veggi og gólf og stóð þannig autt þangað til í des. á síðasta ári en nokkru áður eða um það leiti að náttúruhamfarir hófust í Grindavík þá var þeim og innviðaráðuneytinu boðið húsnæðið til tímabundinna afnota fyrir Grindvíkinga,“ segir Árni Stefán. Sigurbjörg hafi komist að boðinu til Grindvíkinga og gengið hart á eftir því að fá húsið til leigu í því ástandi sem þá var og staðið hafði til að bæta úr og gera hæft til íbúðar. „Í því felst að meginefni að ganga frá eldhúsi og baðherbergi sem þá var hvorttveggja autt. Þannig tók núverand leigjandi við húsnæðinu eftir að hann féllst á tillögu mína um leigu krónur 200. þús. innifalið rafmagn og hiti. Skv. lauslegri athugun minni væri hægt að leigja umrætt húsnæði á um 340. þús. skv. leigu vísitölu væri það í íbúðarhæfu ástandi.“ Brenndur af fyrri leigjendur Árni segist hafa þann 8. mars fallist á að gera tólf mánaða leigusamning og þrjátíu daga skriflegan úrbótafrest. Árni hafi ætlað að gefa sér helgina til að ganga skriflega frá samningum en Sigurbjörg í millitíðinni ákveðið að segja blaðamanni sína hlið. „Síðustu samskipti 8. mars sem fólu í sér tilboð mitt til 12. mánaða leigu og 30 daga skriflegan úrbótafres og samþykkti leigjandi það eins og neðangreind skjáskot sýna. Skrifa átti undir leigusamning 10 mars en 9. mars hefur leigjandi samband og spyr af hverju ég sé ekki komin og í kjölfarið virðis hún hafa haft samband við visir.is - svona hefur leigjandi verið fram og til baka í öllum okkar samskiptum, segir eitt klukkan eitt og svo er það breytt nokkrum mínútum seinna.“ Árni birtir skrifleg samskipti þeirra Sigurbjargar í skoðunargrein sinni, segist hafa sætt hótunum Sigurbjargar að leita til fjölmiðla og varað hana á móti við því að hún gæti misst húsnæði sitt. Þá beri hún sjálf ábyrgð á sumum þeim hlutum sem hún hafi kvartað til fjölmiðla, svo sem ljósamálum í kjallara þar sem hún hafi komið upp gistiaðstöðu fyrir vin sinn sem glími við fíkn. Árni Stefán segist brenndur af því að leigja annað húsnæði til einstaklings í neyslu og krafist þess að vini Sigurbjargar yrði vísað úr kjallaranum. Vill grafa stríðsöxina Þá snertir Árni Stefán á ásökunum Sigurbjargar um húsbrot. Hann hafi einu sinni ákveðið að fara inn í íbúðina vegna áhyggja af ástandi Sigurbjargar sem hafi verið búin að vera veik í langan tíma. Hann fullyrðir að fyrri leigusalar Sigurbjargar í Hveragerði hafi þurft að vísa Sigurbjörgu út vegna sóðaskapar. Þá rekur Árni Stefán samskipti þeirra Sigurbjargar ítarlega, lýsir erfiðleikum í samskiptum en segir hana ekki siðblinda þrátt fyrir fullyrðingar um að hún hafi blekkt blaðamann. „Hún er engu að síður sjúklingur enda kynnir hún sig sem öryrkja, sem ég tel að þurfi aðhlynningu á þágu betri líðan. Að blekkja blaðamenn í góðri trú, meiða æru mína og foreldra minna með þeim hætti sem hún gerði kallaði á að brýnt var að andmæla henni með rökstuðningi,“ segir Árni Stefán sem viðurkennir að geta verið hvatvís í samskiptum. „Mín skoðun er sú að háttalag sitt hafi hún hreinlega ekki ráðið við og er það afsakanlegt en hef ég tjáð henni, síðast í fyrradag: gröfum hið liðna og hjálpumst að svo þú getir gengið glöð inn í komandi sumar,“ segir Árni sem vill grafa stríðsöxina. Sigurbjörg megi ekki lokast inni í heimi þráhyggju um að hann sé að vega að henni af ásetningi. „Þar finnst mér hún óneitanlega innilokuð núna og þarf hjálp út. Hún vaktar alla sem hún þekkir og á samskipti við með þeim hætti að hugsa: er fólkið að fara að gera mér eitthvað, svo vel þekki ég hana í dag.“
Hafnarfjörður Leigumarkaður Tengdar fréttir Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 13. mars 2024 12:18 „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51
Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 13. mars 2024 12:18
„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01