Engin löndun í bili í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 14:03 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. „Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
„Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira