Tveggja ára fangelsi fyrir hnífaárás vegna lélegs kókaíns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. mars 2024 19:08 Dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Maðurinn heitir Jaguar Do og er fæddur árið 2003. Landsréttur staðfesti í febrúar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum til 10. mars á grundvelli gruns um manndráp. Sá hafði þá játað að hafa stungið mann sem hefði selt konum lélegt kókaín í samkvæmi. Hann hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan í lok nóvember á grundvelli almannahagsmuna. Þegar málið kom upp í nóvember lá uppi grunur um að árásin tengdist annarri árás sem var gerð daginn áður á Litla-Hrauni. Í dómi héraðsdóms eru engar vísbendingar um að svo hafi verið. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma, en þar segir að Jaguar hafi stungið manninn fyrir utan íbúðarhús í Reykjavík að morgni föstudagsins 24. nóvember. Árásarþolinn hafi komið sér sjálfur með leigubíl á slysadeild þar sem hlúið var að sárum hans. Samkvæmt niðurstöðu bráðabirgðalæknisvottorðs var um alvarlega árás að ræða. Hann verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði, tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Þá kom fram að lögreglukona á frívakt hefði orðið vitni að atvikinu. Hún hefði haft afskipti af mönnunum og þeir þá látið ag háttseminni. Þegar hún hafi síðan sagt þeim að hún væri lögreglukona og ætlaði að tilkynna málið hefði einn árásarmannanna tekið á rás af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að auk refsingar og greiðslu sakarkostnaðar legði brotaþoli fram einkaréttarkröfu um að Jaguar yrði gert að greiða honum 2,5 milljónir í miskabætur auk alls málskostnaðar brotaþola. Fram kemur að atburðarásin morguninn sem árásin varð hafi verið þannig að brotaþoli hafi farið ásamt vinkonu sinni í samkvæmi í íbúð þar sem Jaguar var, auk fimm annarra. Þá segir að ágreiningur hafi verið í dómnum um hvort hann hefði einungis komið sem gestur eða hvort hann hefði öðrum þræði komið á staðinn í tengslum við sölu eða meðferð á fíkniefnum. Brotaþoli hafi ekki staldrað lengi við í samkvæminu og senn hringt á leigubíl. Meðan hann var á leið út og úti að bíða eftir bílnum hefði komið til samskipta milli Jaguars og hans. Að sögn lögreglu hefðu samskiptin leitt til þess að Jaguar gerði endurtekna atlögu að manninum með hnífi, bæði fyrir utan húsið og á leið frá því. Samkvæmt rannsóknargögnum séu þrír aðrir gestir samkvæmisins grunaðir um að hafa á einn eða annan hátt komið að árásinni með því að halda brotaþola í upphafi atlögunnar eða með því að veita honum eftirför og að veitast að honum með öðru ofbeldi, í kjölfar stunguárásarinnar. Lögreglukonan þekkti hinn særða Á sama tíma og árásin átti sér stað bar eins og áður segir lögreglukona að garði. Fram kemur í dómnum að hún hafi gert mönnunum vart við sig og þeir látið af háttseminni. Þá hafi einn þeirra hlaupið á brott þegar hún hafi sagst ætla að tilkynna málið. Hinir tveir hafi staðið áfram yfir hinum særða og hún tekið ljósmynd af þeim. Þá segir að lögreglukonan hafi náð að bera kennsl á brotaþola vegna sögu hans hjá lögreglu. Brotaþoli hafi síðan afþakkað aðstoð lögreglu og sjúkrabifreiðar og farið upp í leigubíl þar sem honum var skutlað á bráðamóttöku. Stúlkan sem fór með honum í samkvæmið hafi farið með honum. Í framhaldinu hafi sérsveitarlið farið að íbúðinni þar sem samkvæmið hafði verið fyrr um morguninn. Fjórir af þeim sex sem hefðu verið í samkvæminu voru í íbúðinni og voru þau öll handtekin. Jaguar auk eins annars í hópnum voru farnir á brott. Fjórmenningunum var daginn eftir sleppt úr haldi. Í vottorði sérfræðilæknis kemur fram að árásin væri talin alvarleg þrátt fyrir að sárin sem brotaþoli hlaut hafi ekki verið lífshættuleg. Þá kom fram að ef stungusár í brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað hefðu náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum og mögulega samfalli á lunga sem hefði getað verið lífshættulegt. Brotaþoli neitaði að hafa selt kókaín Fram kemur að Jaguar hafi verið handtekinn að kvöldi sunnudagsins 26. nóvember í fyrra á heimili móður sinnar. Daginn eftir hafi hann gefið framburðarskýrslu með réttarstöðu sakbornings. Þar sagðist hann kannast við að hafa stungið brotaþola með hnífi. Hann sagði brotaþola hafa mætt í samkvæmið til þess að selja gestum kókaín, sem hann sagði ekki hafa verið nógu gott. Þá hafi komið til ósættis milli þeirra tveggja. Jaguar lýsti í skýrslunni atburðum þannig að brotaþolinn hefði komið að honum fyrir utan íbúðina og ýtt honum að vegg. Hann hafi brugðist við með því að stinga hann í öxlina. Hann hafi síðan hlaupið á eftir brotaþola og gert frekari atlögur að honum en þeir hafi báðir dottið í hálku í tvígang. Í skýrslu brotaþola kemur fram að hann hafi ekki mætt í samkvæmið til þess að selja fíkniefni. Hann játaði að hafa tekið kókaín sem hann hefði fengið á staðnum og sagðist ekki kannast við að ósætti hefði blossað upp eða hann verið ógnandi. Þá kemur fram í skýrslu brotaþola að hann hafði haldið að mennirnir hafi ætlað að kasta kveðju á hann þegar hann var á leið út úr íbúðinni. Þær kveðjur hefðu síðan reynst vera hnífsstungur. Brotaþoli telji að um skipulagða árás hafi verið að ræða. Hingað til með hreint sakavottorð Jaguar var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps en í dómnum kemur fram að hann hafi í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að hann hafi ekki ætlað að svipta manninn lífi en ætlað að meiða hann. Hann hafi leitast við að beina stungunum að síður viðkvæmum líkamssvæðum brotaþola til að draga úr líkum á líkamstjóni eða dauða. Í læknaskýrslum hafi þá komið fram að áverkar brotaþola hafi ekki reynst lífshættulegir. Að því sögðu segir að miðað verði við að Jaguar hafi gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás og honum yrði því refsað fyrir brot gegn því refsiákvæði. Í dómnum kemur fram að Jaguar hafi samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Til málsbóta horfi að hann hafi að nokkru marki játað háttsemina. Til refsiþyngingar horfi að grófleiki og hættustig brotsins var með meira móti og að brotið beindist gegn mikilvægum hagsmunum. Ekki hafi verið fallist á að brotið hafi verið framið í geðshræringu eða átökum, eða sem neyðarvörn eins og Jaguar vildi meina fyrir dómi. Jaguar var eins og áður segir dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárásina. Þá var hann dæmdur til þess að greiða árásarþola 1,5 milljónir króna í miskabætur auk tvo þriðju hluta sakarkostnaðarins, 2,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Maðurinn heitir Jaguar Do og er fæddur árið 2003. Landsréttur staðfesti í febrúar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum til 10. mars á grundvelli gruns um manndráp. Sá hafði þá játað að hafa stungið mann sem hefði selt konum lélegt kókaín í samkvæmi. Hann hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan í lok nóvember á grundvelli almannahagsmuna. Þegar málið kom upp í nóvember lá uppi grunur um að árásin tengdist annarri árás sem var gerð daginn áður á Litla-Hrauni. Í dómi héraðsdóms eru engar vísbendingar um að svo hafi verið. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma, en þar segir að Jaguar hafi stungið manninn fyrir utan íbúðarhús í Reykjavík að morgni föstudagsins 24. nóvember. Árásarþolinn hafi komið sér sjálfur með leigubíl á slysadeild þar sem hlúið var að sárum hans. Samkvæmt niðurstöðu bráðabirgðalæknisvottorðs var um alvarlega árás að ræða. Hann verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði, tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Þá kom fram að lögreglukona á frívakt hefði orðið vitni að atvikinu. Hún hefði haft afskipti af mönnunum og þeir þá látið ag háttseminni. Þegar hún hafi síðan sagt þeim að hún væri lögreglukona og ætlaði að tilkynna málið hefði einn árásarmannanna tekið á rás af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að auk refsingar og greiðslu sakarkostnaðar legði brotaþoli fram einkaréttarkröfu um að Jaguar yrði gert að greiða honum 2,5 milljónir í miskabætur auk alls málskostnaðar brotaþola. Fram kemur að atburðarásin morguninn sem árásin varð hafi verið þannig að brotaþoli hafi farið ásamt vinkonu sinni í samkvæmi í íbúð þar sem Jaguar var, auk fimm annarra. Þá segir að ágreiningur hafi verið í dómnum um hvort hann hefði einungis komið sem gestur eða hvort hann hefði öðrum þræði komið á staðinn í tengslum við sölu eða meðferð á fíkniefnum. Brotaþoli hafi ekki staldrað lengi við í samkvæminu og senn hringt á leigubíl. Meðan hann var á leið út og úti að bíða eftir bílnum hefði komið til samskipta milli Jaguars og hans. Að sögn lögreglu hefðu samskiptin leitt til þess að Jaguar gerði endurtekna atlögu að manninum með hnífi, bæði fyrir utan húsið og á leið frá því. Samkvæmt rannsóknargögnum séu þrír aðrir gestir samkvæmisins grunaðir um að hafa á einn eða annan hátt komið að árásinni með því að halda brotaþola í upphafi atlögunnar eða með því að veita honum eftirför og að veitast að honum með öðru ofbeldi, í kjölfar stunguárásarinnar. Lögreglukonan þekkti hinn særða Á sama tíma og árásin átti sér stað bar eins og áður segir lögreglukona að garði. Fram kemur í dómnum að hún hafi gert mönnunum vart við sig og þeir látið af háttseminni. Þá hafi einn þeirra hlaupið á brott þegar hún hafi sagst ætla að tilkynna málið. Hinir tveir hafi staðið áfram yfir hinum særða og hún tekið ljósmynd af þeim. Þá segir að lögreglukonan hafi náð að bera kennsl á brotaþola vegna sögu hans hjá lögreglu. Brotaþoli hafi síðan afþakkað aðstoð lögreglu og sjúkrabifreiðar og farið upp í leigubíl þar sem honum var skutlað á bráðamóttöku. Stúlkan sem fór með honum í samkvæmið hafi farið með honum. Í framhaldinu hafi sérsveitarlið farið að íbúðinni þar sem samkvæmið hafði verið fyrr um morguninn. Fjórir af þeim sex sem hefðu verið í samkvæminu voru í íbúðinni og voru þau öll handtekin. Jaguar auk eins annars í hópnum voru farnir á brott. Fjórmenningunum var daginn eftir sleppt úr haldi. Í vottorði sérfræðilæknis kemur fram að árásin væri talin alvarleg þrátt fyrir að sárin sem brotaþoli hlaut hafi ekki verið lífshættuleg. Þá kom fram að ef stungusár í brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað hefðu náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum og mögulega samfalli á lunga sem hefði getað verið lífshættulegt. Brotaþoli neitaði að hafa selt kókaín Fram kemur að Jaguar hafi verið handtekinn að kvöldi sunnudagsins 26. nóvember í fyrra á heimili móður sinnar. Daginn eftir hafi hann gefið framburðarskýrslu með réttarstöðu sakbornings. Þar sagðist hann kannast við að hafa stungið brotaþola með hnífi. Hann sagði brotaþola hafa mætt í samkvæmið til þess að selja gestum kókaín, sem hann sagði ekki hafa verið nógu gott. Þá hafi komið til ósættis milli þeirra tveggja. Jaguar lýsti í skýrslunni atburðum þannig að brotaþolinn hefði komið að honum fyrir utan íbúðina og ýtt honum að vegg. Hann hafi brugðist við með því að stinga hann í öxlina. Hann hafi síðan hlaupið á eftir brotaþola og gert frekari atlögur að honum en þeir hafi báðir dottið í hálku í tvígang. Í skýrslu brotaþola kemur fram að hann hafi ekki mætt í samkvæmið til þess að selja fíkniefni. Hann játaði að hafa tekið kókaín sem hann hefði fengið á staðnum og sagðist ekki kannast við að ósætti hefði blossað upp eða hann verið ógnandi. Þá kemur fram í skýrslu brotaþola að hann hafði haldið að mennirnir hafi ætlað að kasta kveðju á hann þegar hann var á leið út úr íbúðinni. Þær kveðjur hefðu síðan reynst vera hnífsstungur. Brotaþoli telji að um skipulagða árás hafi verið að ræða. Hingað til með hreint sakavottorð Jaguar var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps en í dómnum kemur fram að hann hafi í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að hann hafi ekki ætlað að svipta manninn lífi en ætlað að meiða hann. Hann hafi leitast við að beina stungunum að síður viðkvæmum líkamssvæðum brotaþola til að draga úr líkum á líkamstjóni eða dauða. Í læknaskýrslum hafi þá komið fram að áverkar brotaþola hafi ekki reynst lífshættulegir. Að því sögðu segir að miðað verði við að Jaguar hafi gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás og honum yrði því refsað fyrir brot gegn því refsiákvæði. Í dómnum kemur fram að Jaguar hafi samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Til málsbóta horfi að hann hafi að nokkru marki játað háttsemina. Til refsiþyngingar horfi að grófleiki og hættustig brotsins var með meira móti og að brotið beindist gegn mikilvægum hagsmunum. Ekki hafi verið fallist á að brotið hafi verið framið í geðshræringu eða átökum, eða sem neyðarvörn eins og Jaguar vildi meina fyrir dómi. Jaguar var eins og áður segir dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárásina. Þá var hann dæmdur til þess að greiða árásarþola 1,5 milljónir króna í miskabætur auk tvo þriðju hluta sakarkostnaðarins, 2,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32