Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:31 Pétur Rúnar Birgisson í leik á móti Álftanes fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira
Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira