Draumur Davíðs Smára rætist en kostnaðurinn tugir milljóna Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:51 Bíða þarf eftir því að frost fari úr jörðu áður en hægt verður að leggja hitalagnir og gervigras á nýjan heimavöll Vestra. Stöð 2 Sport Draumur Davíðs Smára Lamude og hans manna í Vestra um upphitaðan heimavöll verður að veruleika því ákveðið hefur verið að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn á Ísafirði. Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira