Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 16:32 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Silvia Izquierdo Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira