70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:31 Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Skipulag Píratar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun