Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 07:06 Netanyahu segist staðráðinn í að ráðast inn í Rafah en hefur þó samþykkt að senda fulltrúa til Washington til að ræða fyrirætlanirnar. AP/Leo Correa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira