„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 09:11 Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum verði sem fjölbreyttastur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira