Fíknisjúkdómar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:15 Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun