Utan vallar: Fjarvera Sigtryggs Arnars stór hluti af vandamálum Stólanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 13:31 Það er erfitt að halda því fram að Sigtryggur Arnar Björnsson sé ekki einn allra mikilvægasti leikmaður Tindastólsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn komust sannfærandi í bikarúrslitaleikinn í gær með því að vinna átján stiga sigur á Álftanesi í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Stólanna gátu því fagnað vel í leikslok en kannski mest yfir því að Sigtryggur Arnar Björnsson var kominn aftur í búning og aftur í gírinn. Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda. Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda.
Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti