„Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2024 19:24 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir sannfærandi sigur gegn Njarðvík 86-72. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með frammistöðu liðsins. „Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Sjá meira
„Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Sjá meira