Stöð 2 Sport
Fyrri umspilsleikur Íslands um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar hefst klukkan 19:35. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir leikinn frá klukkan 19:10. Sigurvegari leiksins mætir sigurvegara úr leik Bosníu og Úkraínu.
Leikurinn verður svo gerður upp af sérfræðingum strax og honum lýkur.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.45 verður sýndur markaþáttur ACB, spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.
Klukkan 21.35 er markaþáttur Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Bein útsending klukkan 22:00 frá fyrsta degi Fir Hills SeRi Pak Championship á LPGA mótaröðinni.
Vodafone Sport
Klukkan 16:50 hefst bein útsending frá umspilsleik Georgíu og Lúxemborgar fyrir EM í fótbolta.
Klukkan 19:35 hefst bein útsending frá umspilsleik Bosníu og Úkraínu fyrir EM í fótbolta.
Aðfaranótt föstudags hefjast svo æfingar fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Bein útsending hefst klukkan 01:25 og lýkur 05:20.