Valdefling kvenna – öllum til góðs Jódís Skúladóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Jódís Skúladóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun