Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 11:00 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist telja að margir þeirra sem nú séu á lista að safna meðmælum hafi í raun ætlað að veita henni meðmæli. Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. „Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“ Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“
Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira