Fólk sæki bætur sjálft til að sleppa við „blóðuga“ þóknun Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2024 07:01 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að sækja sjálft um bætur til flugfélaga frekar en að gera það í gegnum flugbótasíður þar sem tekin er hátt í þrjátíu prósenta þóknun. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja fólk sem lendir í því að flugferðum þess er seinkað eða aflýst að sækja um bætur sjálft frekar en að leita aðstoðar bótafyrirtækja sem taka háa þóknun. Það sé auðvelt að fylla út eyðublöð á vefsíðum flugfélaga. „Við erum alltaf að reyna að benda fólki á hvað það er ótrúlega auðvelt að gera þetta sjálfur,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Þetta er bara svo blóðugt, tala nú ekki um þetta mál en einnig mál sem við höfum fengið á okkar borð,“ segir Brynhildur og vísar þar í mál ungs pars sem sótti um bætur í gegnum síðu Flugbóta.is og endaði fyrir dómstólum. „Það sem þú gerist þegar þú ferð í leitarvél þá er þetta það fyrsta sem dúkkar upp,“ segir Brynhildur um síðu Flugbóta.is sem birtist efst þegar fólk slær inn „flugbætur“ á Google og birtist í þriðja sæti þegar fólk slær inn „bætur vegna seinkunar á flugi“. „Það er fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessu. Það heldur að þetta sé leiðin til að fá bætur en flugfélögum er skylt að vera með eyðublöð vegna þessa. Ef neytendur lenda í vandræðum geta þeir fengið aðstoð hjá okkur eða evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC) sem aðstoða ókeypis ef þetta er yfir landamæri,“ segir hún. „Ef þetta er erlent flugfélag og þú lendir í vandræðum þá aðstoðar evrópska neytendaaðstoðin án nokkurs endurgjalds,“ segir Brynhildur. Jafnmikil vinna að fylla út eyðublað og senda gögn á lögmann Brynhildur segir að það séu nokkur fyrirtæki sem auglýsi aðstoð við að sækja flugbætur til flugfélaga. „Þetta er alltaf þóknun upp á að minnsta kosti tuttugu prósent auk virðisaukaskatts og þeim hefur gengið furðuvel að koma sér inn á þennan markað,“ segir hún. Þið viljið hvetja fólk til að gera þetta sjálft? „Já, af því lögmaðurinn gerir það ekki. Það er allajafna jafn mikil vinna fyrir þig að senda honum flugnúmer, kennitölu og gefa honum umboð eins og að finna eyðublaðið og setja inn flugnúmer, kennitölu og aðrar upplýsingar,“ segir Brynhildur. Hún segir að það sé alltof algengt að fólk haldi að síður flugbótafyrirtækja séu opinbera leiðin eða jafnvel eina leiðin til að sækja bætur frá flugfélögum. „Inni á síðunni okkar þá er sniðugur flugreiknir og þar geturðu séð hvort þú eigir yfirhöfuð rétt á bótum og þá hversu háum. Kannski var seinkunin ekki nógu mikil og þú átt ekki rétt á skaðabótum,“ segir Brynhildur. „Ef fólk vill kaupa sér þjónustu þá gerir það það en við erum bara að benda á að þarna getur fólk sparað sér aurinn,“ segir Brynhildur að lokum. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
„Við erum alltaf að reyna að benda fólki á hvað það er ótrúlega auðvelt að gera þetta sjálfur,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Þetta er bara svo blóðugt, tala nú ekki um þetta mál en einnig mál sem við höfum fengið á okkar borð,“ segir Brynhildur og vísar þar í mál ungs pars sem sótti um bætur í gegnum síðu Flugbóta.is og endaði fyrir dómstólum. „Það sem þú gerist þegar þú ferð í leitarvél þá er þetta það fyrsta sem dúkkar upp,“ segir Brynhildur um síðu Flugbóta.is sem birtist efst þegar fólk slær inn „flugbætur“ á Google og birtist í þriðja sæti þegar fólk slær inn „bætur vegna seinkunar á flugi“. „Það er fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessu. Það heldur að þetta sé leiðin til að fá bætur en flugfélögum er skylt að vera með eyðublöð vegna þessa. Ef neytendur lenda í vandræðum geta þeir fengið aðstoð hjá okkur eða evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC) sem aðstoða ókeypis ef þetta er yfir landamæri,“ segir hún. „Ef þetta er erlent flugfélag og þú lendir í vandræðum þá aðstoðar evrópska neytendaaðstoðin án nokkurs endurgjalds,“ segir Brynhildur. Jafnmikil vinna að fylla út eyðublað og senda gögn á lögmann Brynhildur segir að það séu nokkur fyrirtæki sem auglýsi aðstoð við að sækja flugbætur til flugfélaga. „Þetta er alltaf þóknun upp á að minnsta kosti tuttugu prósent auk virðisaukaskatts og þeim hefur gengið furðuvel að koma sér inn á þennan markað,“ segir hún. Þið viljið hvetja fólk til að gera þetta sjálft? „Já, af því lögmaðurinn gerir það ekki. Það er allajafna jafn mikil vinna fyrir þig að senda honum flugnúmer, kennitölu og gefa honum umboð eins og að finna eyðublaðið og setja inn flugnúmer, kennitölu og aðrar upplýsingar,“ segir Brynhildur. Hún segir að það sé alltof algengt að fólk haldi að síður flugbótafyrirtækja séu opinbera leiðin eða jafnvel eina leiðin til að sækja bætur frá flugfélögum. „Inni á síðunni okkar þá er sniðugur flugreiknir og þar geturðu séð hvort þú eigir yfirhöfuð rétt á bótum og þá hversu háum. Kannski var seinkunin ekki nógu mikil og þú átt ekki rétt á skaðabótum,“ segir Brynhildur. „Ef fólk vill kaupa sér þjónustu þá gerir það það en við erum bara að benda á að þarna getur fólk sparað sér aurinn,“ segir Brynhildur að lokum.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“