Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 22:00 Grundfirðingar brugðust hratt við og kláruðu alla kælivöruna sem annars hefði farið í ruslið. Samkaup Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. „Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum. Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira