Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 18:45 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira