Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 15:42 Björn Ingi er þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Sjálf hefur hún ekkert gefið upp um hvort hún hyggi á framboð. Vísir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34