„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir vinnubrögð Alþingis í málinu. Vísir/Einar Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43