„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir vinnubrögð Alþingis í málinu. Vísir/Einar Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43