Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Aron Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield, heimavelli Liverpool, í gær. Mynd: Liverpool FC Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira