Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 11:37 Íslenskir hestar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Sjá meira
Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Sjá meira