Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 10:29 Atkvæðagreiðslan fer fram á mánudag en ekki í dag. AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira