Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:12 Erpur setur tappann á flöskuna í byrjun árs og tekur hann ekki af fyrr en mars er liðinn. vísir Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni: Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni:
Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira