Slysið átti sér stað á milli bæjanna Labatlan og Bajot í norðvestur Ungverjalandi. Átta sjúkrabílar og fjórar þyrlur voru kallaðar á vettvang en alls voru átta einstaklingar fluttir slasaðir á sjúkrahús, þar af tveir alvarlega og annar þeirra barn.
Keppnin var eðli málsins samkvæmt blásin af í kjölfarið en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað varð til þess að ökumaður bílsins missti stjórn á honum.
Í myndbandi sem áhorfandi tók má sjá að bíllinn keyrir eftir beinum vegi á miklum hraða en snýst svo skyndilega og lendir í kjölfarið harkalega inni í áhorfendaskaranum.
Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er vert að taka fram að það sýnir aðdraganda slyssins, áreksturinn sjálfur og slys á fólki sjást ekki í myndbandinu.
Hongrie -
— Marto Pirlo (@martopirlo1) March 24, 2024
4 morts et 8 blessées après qu'une voiture a percuté les spectateurs lors du Rallye Esztergom-Nyerges.
Vidéo pic.twitter.com/EDsFPTofBQ