Markið var sannkallaður þrumufleygur fyrir utan teiginn en boltinn barst til Pellegrini af varnarvegg Ekvadora. Federico Dimarco tók spyrnuna með takmörkuðum árangri en Pellegrini tók frákastið í fyrstu snertingu og hamraði boltann í netið.
Lorenzo Pellegrini HIT THAT
— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 24, 2024
@LupoASRomapic.twitter.com/xHpAQPa2Dq
Fleiri urðu mörkin ekki fyrr en í uppbótartíma en Ekvadorar voru í raun aldrei líklegir til að skora. Fyrirliði Ítalíu, Nicolò Barella, innsiglaði sigurinn þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna þegar hann kláraði örugglega einn á móti markmanni.
Leikurinn var liður í undirbúningi Ítalíu fyrir Evrópumótið í sumar. Þar er liðið í riðli með Albaníu, Króatíu og Spáni.
Fyrsti leikur Ítalíu í riðlinum er gegn Albaníu 15. júní en liðið á þó eftir að leika í það minnsta tvo æfingaleiki áður. Gegn Tyrklandi 4. júní og Bosníu og Hersegóvínu þann 9. júní.