Grímulaus sérhagsmunagæsla Andrés Magnússon skrifar 25. mars 2024 10:30 Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Alþingi Landbúnaður Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar