Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. mars 2024 11:23 Spænskir matreiðslunemar kepptust um að vera færasti saltfiskkokkur Spánar Aðsend Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia) Spánn Saltfiskur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia)
Spánn Saltfiskur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira