Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2024 12:13 Önnur konan var ólétt þegar árásin átti sér stað. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira