Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum segir að gatan sem um ræðir sé Kirkjustígur. Hún segir að unnið hafi verið að því í margar vikur að kanna hvað gæti mögulega verið undir malbikinu í Grindavík. Í dag hefði þungum vinnuvélum verið ekið um nokkrar götur þar sem vitað var af sprungum eða holrýmum. Þetta var gert undir miklu eftirliti. Kirkjustígur gaf sig í dag en ekki aðrar götur.
Ökumaður vinnuvélarinnar er óskaddaður og búið er að hífa vélina upp.