Fjölskyldu Di Maria hótað lífláti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 12:30 Ángel Di Maria ber fyrirliðabandið hjá argentínska landsliðinu í fjarveru Lionel Messi. Getty/Ira L. Black Flestir hefðu búist við því að Argentínumenn myndu fagna því að fá eina af stóru knattspyrnuhetjum þjóðarinnar heim í argentínska boltann en það er ekki alveg þannig. Fólkið vill örugglega fá Ángel Di Maria heim en glæpamenn nýta sér spenninginn fyrir komu hans til að búa til ótta og öryggi meðal íbúa. Argentínska lögreglan rannsakar nú nafnlausar morðhótanir sem Di Maria og fjölskylda hans fengu í gær. Investigan en Argentina amenaza anónima de muerte contra el delantero Ángel Di María en su ciudad natal de Rosario, que es azotada desde hace tiempo por una ola de violencia desatada por la disputa entre bandas de narcotráfico https://t.co/zuiOWSowz0— AP Deportes (@AP_Deportes) March 25, 2024 Starfsfólk Funes Hills Miraflores fjölbýlishússins fann pakka þar sem fjölskyldu Di Maria var hótað lífláti ef hann myndi spila fyrir eitt af liðunum í Rosario. Di María er frá Rosario og gistir þar þegar hann er ekki upptekinn við fótboltaiðkun erlendis. Þessi 36 ára gamli vængmaður er nú að spila með Benfica í Portúgal en ræddi það á dögunum að hann sæi alveg fyrir sér að enda feril sinn hjá æskufélaginu Rosario Central. Di María er nú staddur í landsliðsverkefni með Argentínu í Bandaríkjunum. „Svona hótun býr til ólgu í samfélaginu og það er þeirra markmið. Að gera almenning hræddan. Það gera þeir með því að hóta þjóðþekktu fólki,“ sagði Esteban Santantino, sem vinnur að öryggismálum fyrir argentínsku ríkisstjórnina. Það er mikið um ofbeldi og glæpi í Rosario þar sem eiturlyfjahringar berjast um yfirráðin. Þar eru framin 22 morð á hverja hundrað þúsund íbúa sem er miklu hærri en meðaltalið í Argentínu sem er 4,2 morð á hverja hundrað þúsund íbúa. Di Maria family receives death threat in ArgentinaArgentine police and prosecutors are investigating an anonymous death threat to soccer star Ángel di Maria delivered in his hometown of Rosario early Monday.https://t.co/QcxnMYNcDA— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 Argentína Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Fólkið vill örugglega fá Ángel Di Maria heim en glæpamenn nýta sér spenninginn fyrir komu hans til að búa til ótta og öryggi meðal íbúa. Argentínska lögreglan rannsakar nú nafnlausar morðhótanir sem Di Maria og fjölskylda hans fengu í gær. Investigan en Argentina amenaza anónima de muerte contra el delantero Ángel Di María en su ciudad natal de Rosario, que es azotada desde hace tiempo por una ola de violencia desatada por la disputa entre bandas de narcotráfico https://t.co/zuiOWSowz0— AP Deportes (@AP_Deportes) March 25, 2024 Starfsfólk Funes Hills Miraflores fjölbýlishússins fann pakka þar sem fjölskyldu Di Maria var hótað lífláti ef hann myndi spila fyrir eitt af liðunum í Rosario. Di María er frá Rosario og gistir þar þegar hann er ekki upptekinn við fótboltaiðkun erlendis. Þessi 36 ára gamli vængmaður er nú að spila með Benfica í Portúgal en ræddi það á dögunum að hann sæi alveg fyrir sér að enda feril sinn hjá æskufélaginu Rosario Central. Di María er nú staddur í landsliðsverkefni með Argentínu í Bandaríkjunum. „Svona hótun býr til ólgu í samfélaginu og það er þeirra markmið. Að gera almenning hræddan. Það gera þeir með því að hóta þjóðþekktu fólki,“ sagði Esteban Santantino, sem vinnur að öryggismálum fyrir argentínsku ríkisstjórnina. Það er mikið um ofbeldi og glæpi í Rosario þar sem eiturlyfjahringar berjast um yfirráðin. Þar eru framin 22 morð á hverja hundrað þúsund íbúa sem er miklu hærri en meðaltalið í Argentínu sem er 4,2 morð á hverja hundrað þúsund íbúa. Di Maria family receives death threat in ArgentinaArgentine police and prosecutors are investigating an anonymous death threat to soccer star Ángel di Maria delivered in his hometown of Rosario early Monday.https://t.co/QcxnMYNcDA— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024
Argentína Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira