Svo virðist sem stór slá fyrir umferðarskilti hafi fallið á vörubíl eftir að honum var ekið á slána. Þetta raskaði umferð talsvert, en samkvæmt sjónarvotti á vettvangi heyrðust miklir skruðningar þegar sláin féll.
Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að svo virðist sem vörubíllinn hafi tekið slánna niður.
Ekki er vitað um nein meiðsli á fólki að svo stöddu. Lögreglan er á leiðinni á vettvang að kanna málið betur.
Uppfært: 10:32
„Hann hélt að hann hefði tekið niður pallinn,“ segir Hörður um tildrög óhappsins. „Hann tók ekki eftir því að hann væri enn uppi og þrumar á brúna og slítur hana niður.“
Hörður segir viðbargðsaðilar séu nú að taka slána af veginum, enn sé smá vinna í að greiðfært verði um götuna á ný þar sem fleiri bútar séu á götunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.






