Assange verður ekki framseldur strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 11:20 Julian Assange þarf að bíða enn lengur eftir niðurstöðu. Getty/Jack Taylor Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“