Lögreglan lýsir eftir þjófunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 17:17 Forsvarsmenn lögreglunnar telja líklegt að einhver geti borið kennsl á mennina þó andlit þeirra sjáist ekki að fullu á myndinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35