Tónlist í gleði og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tónlist Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun