Gæludýrin þurfa að ferðast með töskunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 11:00 Þessi hundur mætti ekki sitja í þessu sæti á leiðinni til Íslands. Nema hann væri hjálparhundur eða einungis að millilenda. Ryan Jello/Getty Ekki er lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2. Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2.
Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira