Helga hellir sér í forsetaslaginn Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 12:05 Helga Þórisdóttir býður fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56