Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 13:47 Tilefni þess að fólk fái öryggishnapp eru af ýmsum toga en flest málanna tengjast þó heimilisofbeldi. vísir/vilhelm Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira