Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 13:47 Tilefni þess að fólk fái öryggishnapp eru af ýmsum toga en flest málanna tengjast þó heimilisofbeldi. vísir/vilhelm Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira