Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 13:30 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira