Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verður rætt við formann Geðhjálpar sem segir vitundarvakningu þarfa á þessum málum.
Í kvöldfréttunum lítum við á bænagjörð kristinna manna um allan heim í tilefni Föstudagsins langa. Krossfesting Jesú Krists var sviðsett á Filippseyjum líkt og fyrri ár, pílagrímar gengu sömu leið og Jesú að Golgatahæð og hér á Íslandi voru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir víða.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.