Ronaldo með þrennu á fimmtán árum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:20 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Al Nassr en hann hefur skorað 26 mörk fyrir félagið á tímabilinu. Getty/ Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo er alls ekki hættur að bæta við glæsilega ferilskrá sína og í gær skoraði hann 64. þrennuna á ferli sínum yfir félagslið eða landslið. Ronaldo hefur skorað 54 þrennur fyrir félagslið og tíu þrennur fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik þegar Al Nassr vann 5-1 sigur á Al Tai í sádi-arabísku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Squawka Football (@squawkafootball) Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 26 deildarmörk í leiktíðinni og er markhæstur í allri deildinni. Hinn 39 ára gamli Ronaldo sást ekki mikið fram að fyrsta marki sínu á 64. mínútu. Hann bætti við öðru marki þremur mínútur síðar og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki. Þrennan þýðir að Ronaldo hefur nú náð því að skora að minnsta kosti eina þrennu á fimmtán almanaksárum í röð sem er magnað afrek. Hann skoraði sína fyrstu þrennu árið 2008, náði ekki að skora þrennu á almanaksárinu 2009 en frá og með árinu 2010 þá hefur hann skorað eina þrennu eða fleiri á öllum árum í einn og hálfan áratug. Auk þess að skora 26 mörk þá hefur Ronaldo einnig gefið 9 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann hefur því komið með beinum hætti að 35 mörkum sem er það næstmesta í sögu sádi-arabísku deildarinnar frá upphafi. Metið á Abderrazak Hamdallah sem kom að 43 mörkum tímabilið 2018-19. View this post on Instagram A post shared by Emilio Sansolini (@emiliosansolini) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Ronaldo hefur skorað 54 þrennur fyrir félagslið og tíu þrennur fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik þegar Al Nassr vann 5-1 sigur á Al Tai í sádi-arabísku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Squawka Football (@squawkafootball) Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 26 deildarmörk í leiktíðinni og er markhæstur í allri deildinni. Hinn 39 ára gamli Ronaldo sást ekki mikið fram að fyrsta marki sínu á 64. mínútu. Hann bætti við öðru marki þremur mínútur síðar og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki. Þrennan þýðir að Ronaldo hefur nú náð því að skora að minnsta kosti eina þrennu á fimmtán almanaksárum í röð sem er magnað afrek. Hann skoraði sína fyrstu þrennu árið 2008, náði ekki að skora þrennu á almanaksárinu 2009 en frá og með árinu 2010 þá hefur hann skorað eina þrennu eða fleiri á öllum árum í einn og hálfan áratug. Auk þess að skora 26 mörk þá hefur Ronaldo einnig gefið 9 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann hefur því komið með beinum hætti að 35 mörkum sem er það næstmesta í sögu sádi-arabísku deildarinnar frá upphafi. Metið á Abderrazak Hamdallah sem kom að 43 mörkum tímabilið 2018-19. View this post on Instagram A post shared by Emilio Sansolini (@emiliosansolini)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira