Eitt toppaði titilinn með KR: „Voru svo stórar stjörnur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:01 Kennie Chopart fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Stöð 2 Sport Hvað er eftirminnilegra fyrir fótboltamann en að verða Íslandsmeistari með KR? Það er „svakalega stórt“ en Daninn Kennie Chopart segir eitt þó toppa það. Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“ Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira