Hjólin voru hvort öðru glæsilegra og komu víða að. Þá mátti þar finna nokkur sögufræg hjól. Samtökin hafa vaxið hratt, stofnfélagarnir voru tuttugu og tveir en í dag eru um 2.700 manns í samtökunum. Samtökin heita fullu nafni Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, og voru stofnuð 1. apríl árið 1984.
Í tilefni afmælisins var slegið í veglega mótorhjólasýningu og er síðasti dagur sýningarinnar í dag, frá kl 10-18 í Porsche sal Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9. Eftirfarandi myndir eru frá sýningunni.



