Lífið

Hjólin hvert öðru glæsi­legra

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Trukkur Eyjólfs fékk flest stig yfir heildina ásýningunni. Hjól hans er af gerðinni Boss Hoss.
Trukkur Eyjólfs fékk flest stig yfir heildina ásýningunni. Hjól hans er af gerðinni Boss Hoss. sniglar.is

Bifhjólasamtökin Sniglarnir fagna fjörutíu ára afmæli í dag. Sérstök sýning var því meðal annars í Reykjavík í dag á hundrað og fjörutíu mótorhjólum. 

Hjólin voru hvort öðru glæsilegra og komu víða að. Þá mátti þar finna nokkur sögufræg hjól. Samtökin hafa vaxið hratt, stofnfélagarnir voru tuttugu og tveir en í dag eru um 2.700 manns í samtökunum. Samtökin heita fullu nafni Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, og voru stofnuð 1. apríl árið 1984.

Í tilefni afmælisins var slegið í veglega mótorhjólasýningu og er síðasti dagur sýningarinnar í dag, frá kl 10-18 í Porsche sal Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9. Eftirfarandi myndir eru frá sýningunni.

Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta hjólið, athyglisverðasta hjólið og verklegasta hjólið.vísir/Steingrímur Dúi
Mótórhjól, Sniglarnir, afmælissýning
Mótórhjól, Sniglarnir, afmælissýning
Mótórhjól, Sniglarnir, afmælissýning





Fleiri fréttir

Sjá meira


×