Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 09:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51