Bréf til Íslands - hið fullkomna samfélag Valerio Gargiulo skrifar 2. apríl 2024 11:00 Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun