Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 11:43 Þrátt fyrir að hafa verið hunsaður hefur Árni ekki lagt árar í bát. Hann segir að ráðherrar megi ekki komast upp með að hunsa lög þó þeir séu þeim mótfallnir. vísir/vilhelm Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira