Gagnrýnir metarðgreiðslu og segir OR þurfa á „öllu fjármagni“ að halda
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýnir þá ákvörðun að greiða út nánast allan hagnað síðasta árs í arð til eigenda og segir hana ekki réttlætanlega með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins, fjármögnunarkjörum þess á mörkuðum og stöðu orkumála almennt. Áform um hlutafjáraukningu með aðkomu nýrra fjárfesta að tveimur dótturfélögum OR hafa tafist nokkuð og hefur stjórnin af þeim sökum meðal annars hækkað brúarlán til Carbfix um meira en fjóra milljarða.
Tengdar fréttir
Hluthafar HS orku „stutt vel við innri og ytri vöxt “ með hlutafjáraukningum
Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.